
KÖRFUR FRÁ MALAWI
ÞESSI VARA ER FRAMLEIDD SÉRSTAKLEGA FYRIR NORZA, ÁN MILLILIÐA.
VIÐ ERUM Í BEINU OG PERSÓNULEGU SAMBANDI VIÐ KÖRFUGERÐARKONURNAR OG TRYGGJUM ÞANNIG AÐ ÞÆR FÁI ÞAÐ RÉTTLÁTTA VERÐ SEM ÞEIM BER FYRIR FRAMLEIÐSLU SÍNA.
KÖRFUGERÐARHEFÐIN Í MALAWI Á SÉR LANGA SÖGU.
ÁÐUR FYRR VORU KÖRFUR NOTAÐAR VIÐ ALLT SEM HUGSAST GAT; TIL AÐ GEYMA MATVÆLI Í OG TIL AÐ FLYTJA VARNING Á MILLI STAÐA SVO DÆMI SÉ TEKIÐ.
KÖRFURNAR FRÁ MALAWI ERU EINSTAKLEGA PRAKTÍSKAR, SLITSTERKAR OG FALLEGAR OG FEGRA UMHVERFI SITT HVAR SEM ÞÆR STANDA.