
CHICORE - KÖRFUR
KÖRFUGERÐAKONURNAR ERU HLUTI AF NORZA TEYMINU. ÞANNIG NJÓTA ÞÆR FJÁRHAGSLEGS GÓÐS AF ÁGÓÐANUM, ÁN ALLRA MILLILIÐA.
CHICORE ER FRÁ ZIMBABWE OG ER BÚSETT ÁSAMT EIGINMANNI OG BÖRNUM Í CAPE TOWN Í SUÐUR-AFRÍKU. HÚN ER AFAR LISTRÆN OG EINSTAKLEGA FLÍNK KÖRFUGERÐAKONA. CHICORE VAR ORÐIN ÞREYTT Á AÐ VERA ALLTAF AÐ GERA KÖRFUR FYRIR MILLILIÐI, SEM SELDU SVO ÁFRAM TIL EVRÓPSKRA MILLILIÐA, ÞANNIG AÐ HÚN FÉKK LÍTIÐ SEM EKKERT FYRIR SÍNA VINNU.
HÚN SEGIST VERA MJÖG GLÖÐ OG ÞAKKLÁT FYRIR AÐ KÖRFURNAR HENNAR SÉU KOMNAR ALLA LEIÐ TIL ÍSLANDS OG SENDIR ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM NORZA LIVING SÍNAR BESTU KVEÐJUR!
NORZA VERSLAR BEINT VIÐ CHICORE ÁN ALLRA MILLILIÐA OG TRYGGIR ÞANNIG AÐ HÚN FÁI ALLTAF ÞAÐ SEM HENNI BER FYRIR SÍNA HÖNNUN, FRAMLEIÐSLU OG VINNU.