Erum með úrval af fallegum nýjum mottum

News

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA....

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA....

Saga Norza er orðin ansi löng þrátt fyrir að vera nýkomin í „loftið“.

Við stöllurnar Ruth Gylfadóttir og Anna Margrét Jónsdóttir erum búnar að þekkjast nokkuð lengi, en leiðir okkar lágu fyrst saman um borð flugvél hjá Icelandair fyrir nokkrum áratugum síðan.

Sameiginlegur okkar áhugi á heimili, hönnun og varð svo til þess að við fórum að láta gamlan draum okkar um að vera innan um og versla með fallegar hönnunarvörur, rætast. Helst af öllu vörur sem hafa verið framleiddar af fólki eða fyrirtækjum sem að hafa samfélagsábyrgð og valdeflingu kvenna að leiðarljósi sínu. Okkar von er að gæði og samfélagsleg ábyrgð fari aldrei úr tísku. Við erum búnar að læra mikið af þessu og stundum finnst okkur við hafa gert flest afturábak....!

Það tekur bara sinn tíma að vera tvær að sinna störfum forstjóra, framkvæmdastjóra, innkaupastjóra, lagerstarfsmanna, hreinsitækna, sölustjóra, auk þess að hanna og  koma einni vefsíðu í loftið :)

Continue reading